Opið hús: 21.05.2024, 17:30 - 21.05.2024, 18:00

Álfheimar 15 104

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Virkilega notaleg eign sem nostrað hefur verið við undanfarin ár en íbúðin var tekin rækilega í gegn árið 2002 m.a dregið í nýtt rafmagn og búið er að skipta um gler í öllum gluggum nema tveimur opnanlegum fögum.. Húsið er reisulegt og málað með fallegum dimmbláum lit. Garðurinn vel hirtur þar sem áratuga gamall Hlynur er mikil prýði. Bílskúr fylgir hæðinni en hann er skráður 24,5 fm og hæðin því 132,2 fm að stærð, samanlagt 156,7 fm skv. fasteignaskrá. Alls eru þrjú svefnherbergi á hæðinni og tvískipt stofa ásamt stóru eldhúsi. Eitt af sérkennum eignarinnar er vel hönnuð lýsing og mjög gott skipulag. Frábært fjölskylduheimili þaðan sem stutt er í ýmis konar þjónustu og aðgengi að stofnbrautum þægilegt.

Komið er inn í flísalagt anddyri þar sem er skóskápur. Forstofuherbergi með innfelldum fataskáp með rennihurð. Frá anddyri er gengið inn í hol þaðan sem er aðgengi að stofu og eldhúsi. Eldhús er með fallegri innréttingu með granít flísum á borði. Breiður ísskápur, uppþvottavél ásamt gashelluborði og nýlegur Bosch bökunarofn. Eldhúsið er stórt með plássgóðum borðkróki og miklu skápaplássi. Stofa er tvískipt, annars vegar sjónvarpsstofa með steyptri innréttingu með skápum, undir sjónvarpi. Í framhaldi er stór flísalögð stofa þaðan sem útgengt er á suðursvalir. Góð lýsing og loft tekin niður að hluta og gefa mjög hlýlegt viðmót ásamt steyptum kerta arinn. Mikið af glerjum í stofu eru endurnýjuð á undanförnum árum. Hjónaherbergi er mjög rúmgott með stórum gluggum, næturlýsing og eins og annars staðar lagt vel í lýsingu. Þriðja herbergið er til hliðar við eldhús og þar fyrir framan stór skápur sem nýtist að hluta sem búrskápur t.d. Baðherbergi er rúmgott og með mjög skemmtilegri lýsingu um og í kring um sturtu og á öðrum stöðum. Komið hefur verið upp skápaaðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.

Lýsing var bætt við heimkeyrslu árið 2023. Bílskúr er vel með farinn með flísum á gólfi og skipt var um þakjárn á honum á síðasta ári.

Húsið var múrviðgert og málað 2019, hurðar innandyra endurnýjaðir 2002 og dren endurnýjað sama ár að sögn seljanda. Þakjárn og niðurföll endurnýjuð nýlega. Garður tekin í gegn og sett upp garðveggur 2003. Húsfélag er starfrækt i húsinu sem er fjórbýli. Til stendur að skipta um rafmagnstöflu húss og tengja hitalögn fyrir tröppur að aðalinngangi.

Mjög notalegt fjölskylduheimili á góðum stað þar sem viðhald hefur verið gott.

Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

Fasteignin Álfheimar 15

156.7 5 Herbergi 2 Stofur 3 Svefnherbergi 2 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1959
Fermetraverð : 766,667 Kr/m²
Byggingargerð : Hæð
Fasteignamat : 89.450.000
Þvottahús : Sér

Nánari upplýsingar veitir:

jónrafn
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali

Jón Rafn hefur starfað við fasteignasölu í tvo áratugi. Hann hefur víðtæka reynslu í sölu sumarhúsa jafnt sem sölu annara fasteigna. Jón Rafn er uppalinn í Fossvoginum, en bjó lengi vel í vesturbæ Reykjavíkur og Garðabæ en í dag er hann ásamt eiginkonu sinni búsettur í Mosfellsbæ. Jón á tvo syni með eiginkonu sinni sem fært hafa þeim alls fimm barnabörn.

695-5520
119.600.000 Kr.
Hafðu samband